30.1.2008 | 14:34
Gladius opnar fyrir nýja meðlimi
Málfunda-og umræðufélagið Gladius hefur nú opnað fyrir umsóknir um inngöngu í félagið.
Félagið er í eðli sínu opið félag, þ.e.a.s. á flestöllum atburðum félagsins er engin krafa gerð um að þátttakandi sé meðlimur í félaginu eða að gjald sé tekið fyrir þátttöku. Engu að síður heldur Gladius út félagaskrá og hafa meðlimir fyrst og fremst þau tækifæri að taka þátt í skipulagningu og framkvæmd atburða á vegum félagsins, þátttaka í lokuðum umræðuhópum og ódýrara á einstaka atburði félagsins þar sem að greitt er fyrir þátttöku.
Engin félagsgjöld eru í Gladius eins og stendur og hefur stefna stjórnarinnar verið í þá átt að halda því þannig.
Gladius er nýstofnað málfunda-og umræðufélag sem stendur fyrir og hvetur til skemmtilegrar og fræðilegrar umræðu um málefni sem tengjast kristinni trú, trúarbrögðum og/eða áhrifa þeirra í samfélaginu.
Ef þú hefur áhuga á að skrá þig í félagið og jafnvel taka þátt í skipulagningu málfunda eða annarra atburða á vegum félagsins fylltu út meðfylgjandi umsókn og sendu á gladiusstjorn@gmail.com, frekari upplýsingar um félagið og umsóknina má fá í gegnum sama netfang.