Gladius

Um félagið Gladius

Gladius er málfunda- og umræðufélag innan Háskóla Íslands og tók formlega til starfa haustið 2007. Félagið hefur það að markmiði að auðga fræðilega umræðu og þekkingu á málefnum sem á einn eða annan hátt má tengja við kristna trú, áhrif hennar í samfélaginu, Biblíuna eða trúarbrögð að öðru leyti. Þessu stefnir félagið að, með því að skipuleggja og halda málfundi, fyrirlestra og umræðufundi um þessi málefni, ásamt því að virkja erlenda og innlenda fræðimenn til þátttöku í þverfaglegri umræðu um ofangreind efni.

Félagið byggir á kristilegum grunni, en stundar þó ekki trúvoð, enda eru þegar tvö félög innan Háskóla Íslands sem má segja að hafi slíkt á dagskrá sinni.

Gladius hefur sett sér það markmið að skapa fræðandi akademíska umræðu sem getur höfðað til flestra burtséð frá persónulegri trú eða trúleysi viðkomandi.

Fyrir hverja eru málfundirnir

Málfundir félagsins eru fyrir alla. Þeir eru yfirleitt skipulagði með það í huga að tengja efni fundarins við fræðasvið deilda innan Háskólans. Þannig ætti hver fundur að vera sérstaklega áhugaverður fyrir nemendur sem og starfsmenn einstakra deilda Háskólans hverju sinni. Málfundirnir eru þess vegna ekki bara fyrir kristna einstaklinga eða þá sem stunda guðfræðinám heldur fyrir alla sem áhuga hafa á efninu.

Hvernig getur þú tekið þátt í starfi félagsins?

Gladisu er nýstofnað félag innan Háskóla Íslands og tók fyrst til starfa haustið 2007. Félagið er því í mikilli mótun. Gladius leitar stöðugt að einstaklingum sem hafa brennandi áhuga á trúmálum og þá sérstaklega málefnum sem tengjast Biblíunni og kristinni trú.

Ef þú hefur áhuga á að kynna þér nánar Gladius eða taka þátt í starfsemi félagsins hvetjum við þig til að hafa samband við okkur með tölvupósti á netfangið gladiusstjorn@gmail.com

Hlökkum til að sjá þig

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband